Clemetine Churchill hét eiginkona eins þekktasta og dáðasta stjórnmálamanns allra tíma, Winstons Churchill en sá var meðal annars forsætisráðherra Breta í seinni heimstyrjöld og stóð sig afbraðgsvel sem slíkur.
Winston var mikill textamaður og starfaði lengi vel sem rithöfundur.
Það eru endalaust margar tilvitnanir í þennan knáa karl og margar bækur hafa verið um hann skrifaðar en óhætt er að segja að konan hans Clementine, eða Klementína, hafi ekki síður verið orðheppin.
Meðal annars sagði hún eitt sinn að eftirmæli á legsteini sínumn yrðu þessi:
“Here lies a woman who was always tired – Because she lived in a world where too much was required”
Alveg frábært!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.