Franska listakonan Soasig Chamaillard gerði þessa frábæru seríu af dýrlingum okkar tíma en meðal þeirra eru t.d. Hello Kitty og Barbí.
Það er alveg ljóst að áhugi okkar á trúar-iconum er umtalsvert minni en á tísku-iconum í dag en listakonan túlkar þetta með því að blanda saman okkar raunverulegu dýrlingum í dag við hana Maríu Mey sem var stór hluti af lífi listakonunnar í æsku. Listin hefur ekki vakið jafn mikla lukku allstaðar en Soasig hefur m.a. fengið skömm í hattinn fyrir uppátækið frá Kaþólskum listunnendum í Frakklandi sem kölluðu þetta skammarlegt…
Okkur finnst það ekki – þetta er æði…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.