Frá morgundeginum til sunnudags mun sýningin “Handverk og Hönnun” standa yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Að vanda eru frábærir hönnuðir og handverksfólk valið til að taka þátt og mega fagurkerar ekki láta þessa sýningu fram hjá sér fara.
Sýningin hefur notið gríðarlegra vinsælda og er á fullkomnum tíma fyrir þá sem eru að byrja huga að jólagjöfunum.
Hér má sjá þáttakendur.
Opnunartími er:
- Fimmtudagur 3. nóv. kl. 15 – 19
- Föstudagur 4. nóv. kl. 10 – 19
- Laugardagur 5. nóv. kl. 10 – 18
- Sunnudagur 6. nóv. kl. 10 – 18
- Mánudagur 7. nóv. kl. 10 – 19
Hér að neðan má sjá brot af þeim vörum sem verða til sýnis:
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.