Af og til fáum við skötuhjúin ótrúlega þörf fyrir að vera bara við tvö, engin börn, engin vinna, engin verkefni, bara rómantík og afslöppun en þegar þessi tilfinning hellist yfir okkur reynum við að gera eitthvað rómantískt bæði til að næra sálina og krydda lífið.
Að tékka sig inn á hótel er ótrúlega góð leið til að fá smá frí frá daglega amstrinu og ekki er verra að fara á hótel sem bíður upp á rómantískar helgar, en Grand Hótel er akkúart með þess háttar þema í gangi sem kallast Grand rómantík.
Við tékkuðum okkur inn snemma á föstudeginum, gistum á 11 hæð í turni hótelsins og var heldur betur dekrað við okkur. Rósir á rúminu, kampavín og súkkulaði, fjögurra rétta kvöldverður, ótrúlega góður morgunmatur og margt fleira spennandi.
Nú eru tveir rómantískir dagar framundan, konudagurinn og valentínusardagurinn en Grand rómantík verður dagana 20. janúar til 25. febrúar 2012 á föstudags- og laugardagskvöldum, þannig að ef þú vilt upplifa rómantík eins og hún gerist best þá er Grand Hótel málið.
Kvöldverðurinn var glæsilegur og var skemmtileg stemning á veitingarstaðnum þar sem var lifandi tónlist og var gaman að fylgjast með fullt af pörum að turtildúfast í kringum okkur en það mátti sjá ástina flögra um borðin. Herbergið var glæsilegt í alla staði, rúmin þægileg og allt til staðar. Morgunmaturinn var sérstaklega flottur þar sem var mikið úrval og kallinn hæst ánægður að fá egg og beikon en það er í miklu uppáhaldi hjá mínum manni.
Grand rómantík er sannkölluð ævintýraferð og mæli ég hiklaust með að skreppa aðeins í burtu innan bæjarinns sérstaklega ef þig langar til að kynda undir ástina.
Hér er svo matseðillinn til gamans *mmmmm*
Forréttur
Parma skinka / chorizo pylsa / tvíreykt hangikjöt,
parmesan ostur, bláberja vinaigrette og brie ostur
Milliréttur
Humarseyði með humar-ballotine
Aðalréttur
Kryddhjúpaður lambahryggvöðvi og hægeldað nautarif í rauðvínssósu
Gljáð kartöflukaka með grænmeti og villisveppasósa
Eftirréttur
Súkkulaði- og kirsuberjakaka & Amaretto ís.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.