Hugsunin bakvið Gleym-mér-ei skartgripalínuna er að gefa fallegan skartgrip sem gerir fólki kleift að tengja minningu um látin ástvin við eitthvað áþreifanlegt.
Það er oft stór hluti af sorg foreldra sem missa á meðgöngu – einmanaleikinn í tómarúminu sem missirinn skilur eftir sig. Það má gefa fólki tækifæri til þess að styðja mikilvægan málstað ásamt því að eignast eða gefa skartgrip til styrktar félaginu.
Gleym-mér-ei er styrktarfélag hefur þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Hugmyndin af nafni félagsins kemur frá bók sem er tileinkuð börnum sem lifðu ekki. Nafnið á blóminu snertir marga strengi og á einkar vel við, þar sem litlir englar gleymast ei, heldur lifa í minningu foreldra, systkina og ástvina.
Gleym-mér-ei styrktarfélag og Aurum BY Guðbjörg gerðu skartgriðalínuna í samstarfi og mun ágóðinn af henni renna í styrktarsjóð Gleym-mér-ei.
Í skartgripalínunni endurspeglast ekki aðeins táknræn merking blómsins um að varðveita og hlúa að minningunni heldur eru form þess, sem sýna bæði styrkleika og dulúð, undirstrikuð.
Blöðin eru formfögur og mynda sterkan hjúp utan um bláan kristalsteininn sem líta má á sem fyrirheit um líf sem aldrei varð um leið og hann undirstrikar mikilvægi þess að muna það sem raunverulega var og það sem hefði getað orðið. Gleym-mér-ei er skartgripur hannaður í minningu allra þeirra barna sem eiga sér líf í hjarta ástvina sinna.
Allir velkomnir! Gleym-mér-ei skartgripalínan verður kynnt á morgun, miðvikudaginn 27. nóvember, í versluninni Aurum í Bankastræti 4, kl 17-18:00, boðið verður upp á veitingar.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.