Þegar Jenný Halla Lárusdóttir gifti sig í desember sl ákváðu vinkonur hennar að koma henni á óvart með rosalega skemmtilegu og óvenjulegu gæsapartý.
Þær höfðu samband við Salt Eldhús og í sameiningu skipulögðu þau hið fullkomna gæsapartý sem miðaði að því að tryggja að hún væri fær um að “búa manni sínum fagurt heimili og kynni vel til allra verka”. Þau settu í gang ákveðið “Stepford wifes” prógram fyrir hina verðandi brúður og bar þar hæst hússtörf, heilsa og almenn fegurð.
Þessar dömur tóku þetta alla leið en dagurinn hófst á því að Jenný var vakin og send beint í lagningu. Við komu í eldhúsið fengu þær sér fordrykk og skiptu sér svo niður á vinnustöðvarnar þar sem þær hjálpuðust að við að töfra fram ítalska veislu, 50’s style.
Svo borðuðu þær saman og í lokin þurfti Jenný Halla að gangast undir “the ultimate stepford wife próf” og gera souffle handa vinkonum sínum á meðan þær horðu á.
Það tókst auðvitað vel í alla staði og mikill léttir að gera útskrifað hana úr “Stepford skólanum” fyrir verðandi húsmæður. Virkilega skemmtileg hugmynd og umtalsvert meira spennandi að okkar mati en að standa í fígúrufötum í Kringlunni að selja kossa 😉
Kíktu á þessar flottu myndi sem Silja Rut Thorlacius tók af hinni verðandi brúði. Greinilega góð stemmning í fallegu umhverfi!
Salt Eldhús býður uppá gæsapartý í sumar fyrir þær sem eru áhugasamar en það er einnig í boði að koma á makkarónunámskeið þar sem væntanleg brúður og vinkonur hennar baka franskar makkarónur til veislunnar. Vinsamlegast snúið ykkur til Salt Eldhúss ef frekari upplýsingar óskast. Hægt er að senda póst á audur@salteldhus.is
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.