Ég rakst á þessar skemmtilegu myndir af umhverfisverkum listamannsins Jans Vormann sem notar Legókubba til að laga sprungur í veggjum og á gangstéttum svo fátt eitt sé nefnt.
Hann byrjaði á þessu í bænum Bocchigano á Ítalíu en hefur notað sömu tækni á veggi í bæði Tel Aviv, Berín, New York, Basel, St Pétursborg og víðar.
Verkin eru bæði snjöll og skemmtileg, útsjónasöm og sniðug. Þetta poppar umhverfið upp svo ekki sé meira sagt og gleður bæði unga sem aldna.
Smelltu til að stækka myndirnar upp
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.