Ford keppnin verður haldin 4 febrúar á vegum Eskimo models en með talsvert öðru sniði en áður.
Fordkeppnin þetta árið er ekki bara módelkeppni heldur líka hljómsveitarkeppni og mun hljómsveitin sem vinnur spila á keppninni sjálfri ásamt gleðihljómsveitunum Feldberg og Sykur.
Skilafrestur til að taka þátt í hljómsveitarkeppninni er til morgundagsins 26. jan, sendið ag og mynd í Eskimo, Skúlatúni 4.
Ég hef fylgst með keppendunum síðustu vikur og það er glæsilegur hópur sem mun koma fram á tískusýningu í sérhönnuðum klæðnaði frá nokkrum af bestu hönnuðum landsins – 9’menningarnir kenndir við Kiosk búðina sem þau reka saman.
Til að toppa þetta þá verða frumflutt þrjú vídeóverk eftir Weirdgirls, Silju Magg ljósmyndara og Sögu Sig og Hildi Yeoman.
Að þessarri keppni kemur semsagt frábært fagfólk frá öllum sviðum listar, Alda B. Guðjóns stílisti og Fríða María förðunarfræðingur sjá um að fínpússa stúlkurnar og í dómnefnd eru Agnes Polanski, director of Ford í New York, Ari Magg ljósmyndari, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður, Kolbrún Pálína ritstjóri hjá Nýju Lífi og leynidómari sem mun koma í ljós þegar nær dregur.
Sú sem vinnur keppnina hér heima mun fara áfram í Super Model Of The World.Vinni hún þá keppni fær hún 250.000 dollara samning við Ford models.
Persónulega þykir mér það snilldarhugmynd hjá skipuleggjendum keppninnar að gera meira úr módelkeppni á þennan hátt með því skapa atburð sem maður mun hafa gaman af hvort sem áhuginn á módelkeppninni sjálfri er mikill eða ekki.
Takið kvöldið 4 febrúar frá 😉
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.