Íris Sigmundsdóttir opnar næsta fimmtudag sína fyrstu einkasýningu. Sýningin heitir KOMPLEX og fjallar um sjálfsmynd kvenna.
Íris útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2011 en sýningin KOMPLEX opnar í versluninni Icewear að Bankastræti 2 á fimmtudag og stendur yfir hönnunarmars, fram á sunnudag.
“Hugur og líkamar kvenna eru mér sérstaklega hugleikin fyrirbæri en konseptið í verkunum mínum er sú barátta sem gjarnan vill skapast á milli líkama og huga. Verkin fjalla um þannig um sjálfsmyndina, líkamsást og hatur og hvernig hlutir geta litið vel út að utan þrátt fyrir ókyrrð hið innra,”segir Íris og bætir við að með verkum sínum reyni hún að varpa ljósi og skilningi á þá staðreynd að konur séu allar einstakar en að flestar séum við að upplifa sömu eða svipaða komplexa.
Verkin fjalla um þannig um sjálfsmyndina, líkamsást og hatur og hvernig hlutir geta litið vel út að utan þrátt fyrir ókyrrð hið innra
“Síðan ég var unglingur hef ég gert klippimyndir eða collage verk. Eitt hefur leitt að öðru sem hefur orðið til þess að verk mín hafa þróast á þessa leið en það er þó ekki nema innan við ár síðan þau fóru að taka á sig nákvæmlega þessa mynd. Verkin eru unnin með blandaðri tækni þar sem ég vinn saman blaðaúrklippur, mínar eigin penna og blýants teikningar, gouache liti og annað tilfallandi en það má segja að verkin breytist á hverju augnabliki svo ég er hratt að þróa áfram minn stíl.”
****
Smelltu HÉR til að skoða fleiri myndir eftir Írisi
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.