Þessi litlu kríli eru í hópi þátttakenda í fegurðarsamkeppninni Toddlers & Tiaras. Ég hef seð nokkra þætti og persónulega skil ekkert í því hvernig hægt sé að gera barninu sínu það að taka þátt í svona keppni.
Að vera þáttakandi í svona keppni kostar mikla peninga, tíma og vinnu. Það þarf búninga sem kosta hálfan handlegg – svo þarf að senda barnið í brúnkusprautun og gervineglur, kaupa slatta af meiköppi, gerviaugnhár, hárkollur og góm “með skjannahvítum og fallegum gervitönnum” sem síðan er troðið upp í barnið svo það sé með “fullkomið bros á sviðinu”.
Barnið þarf að vera búið einhverjum hæfileikum, geta sungið, dansað og gengið um svið eins og sýningarstelpa. Til að þetta takist þarf þrotlausar æfingar undir stjórn þjálfara og mömmu sem pískar barnið áfram í þrotlausum æfingum. Þær sem senda börn sín í slíka keppnir eiga sér margar þann draum að vera sjálfar fegurðardrottningar. Reyndar eru einnig peningaverðlaun fyrir sigurvegarann – en oft er búið að eyða jafnhárri upphæð fyrirfram í búninga, ferðalög og annað sem tengt er keppninni.
Þótt þetta sé ágætt sjónvarpsefni, þá þykja mér þessar fegurðarsamkeppnir ungbarna vera stórundarlegt fyrirbæri sem laðar að barnaperra og jarðar við barnaþrælkun. Það á að leyfa börnum að vera börn sem leika í prinsessuleikjum með vinkonum en ekki klæða þau upp og farða þar til barnið lítur út ens og hóra úr villta vestrinu eða lifandi labbandi dúkka á sviði, ég veit ekki með þig en ég fæ sting í hjartað þegar ég sé þessar myndir.
Leikarinn Tom Hanks og “dóttir hans Sophie” (leikin af Nikki Hahn) skutu saman smá grín útgáfu fyrir TLC sem sýnir vel hegðun foreldris sem sendir barn sitt til að taka þátt í fegurðarsamkeppnum. Í þessu myndbandi er einmitt tekið á fyrrnefndri fegurðarsamkeppni “Toddlers & Tiaras” sem mætti íslenska sem “ungabörn og kórónur”.
Tom Hanks og Sophie eru að undirbúa sig fyrir fegurðarsamkeppnina sem Sophie mun vera þáttakandi í -spurning um hvort Tom sé að þessu fyrir barnið eða sjálfan sig. Myndbandið er hinsvegar þrælfyndið og góð skemmtun.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=dPLWKBWkn3s&feature=player_embedded[/youtube]Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.