Það þarf ekki að vera dýrt að skoða fallega náttúru á Íslandi.
Jafnvel þótt bensínið sé rándýrt þarf ekki að fara langt , enda er Ísland fallegasta landið ekki satt? Við ákváðum nokkrir vinir að fara í smá ‘roadtrip’ á fallegum sunnudegi.
Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni til að taka myndir og keyrðum svo að Seljalandsfossi sem er einn fallegasti foss Íslands, og einn sá skemmtilegasti því maður getur farið bakvið hann. Það er ótrúlega gaman að taka myndir bakvið fossinn – koma mjög skemmtilega út!
Einstaklega fallegur dagur – það er alltaf svo gott að komast aðeins úr bænum! Skora á þig að drífa þig við fyrsta tækifæri með þínum uppáhalds!
Nokkrar myndir sem við tókum:
Það kostar rúmar 2000 kr. að fara í bíó ef maður ætlar að fá sér popp og kók með. Þessi ferð kostaði ekki nema þúsund krónur á mann í bensín! Það er gaman að breyta til stundum.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.