Ég er ekki mjög hneykslunargjörn manneskja. Satt að segja þarf að hafa töluvert fyrir því að hneyksla mig… já sei sei ég þoli sko sitthvað – en rétt í þessu varð ég hneyksluð.
Jennifer Lopez tókst að hneyksla mig með því að hrista miðaldra 45 ára gamlann rassinn sinn framan í mig í þessu myndbandi sem sjá má hér að neðan.
Gott og blessað að vera 45 ára og hrista á sér rassinn. Það er allt í lagi að vera heima hjá sér og hrista rassinn, eða í stuði á dansgólfi (þá ekki á g-streng) og hrista rassinn.
Maður getur verið níræður og hrist á sér rassinn eins og enginn sé morgundagurinn í sínu prívat lífi. Það má meira að segja fara í twerk keppni á elliheimilinu með göngugrind sér til stuðnings. Það er bara fyndið.
Það hallærislega við rassahristingar Jennifer Lopez er sú staðreynd að hún er heimsfræg söngkona og fyrirmynd ótal smástelpna sem finnst hún æðisleg.
Að þessi kona skuli svo vera farin að hrista á sér þjóhnappana eins og simpansi á lóðaríi… meðan hún tyggur tyggjó og reykir sígarettu eða setur á sig varasalva, (og tegundin nota bene, er söfnunargripur hjá 9 ára dóttur minni og ótal litlum stelpum í Bandaríkjunum og Evrópu) er bara ekki að gera sig.
Með Jennifer í rassahristiruglinu er Iggy Azalea sem er 24 ára og á uppleið.
Myndavélin er á rössum þeirra til skiptis, eiginlega spila rassarnir stærra hlutverk en andlitin á þeim. Verst að þær geta ekki sungið með rassinum. Þá væri þetta eflaust fullkomnað.
Kynfrelsi kvenna og tjáningarfrelsi á kynverund kvenna er frábært fyrirbæri en mér tekst þó ómögulega að sjá að það sé tilfellið hjá þeim stöllum.
Þær eru þarna að taka spin-off úr klámbransanum sem ku vera mjög rass-fókuseraður um þessar mundir en þau áhrif koma aftur úr rappheiminum.
Í rappmenningu amerískra blökkukarla hefur það verið í móð í nokkur ár að umkringja sig með rassastórum strippurum, eða klámmyndaleikkonum, sem hrista afturendahlaupið og “twerka” þannig að þær minna helst á, eins og ég skrifaði áðan – simpansa á lóðaríi.
Sá heimur er hrikalega ‘male oriented’ og konur hafa akkúrat enga stöðu meðal þeirra rappkarla, aðra en að vera einhverskonar uppblásnar kynlífs, rassadúkkur. Jafnréttismenningin er semsagt langt undir frostmarki í rappheimum.
Og það meikar einhvernveginn ekkert sens, svo ég tali nú góða íslensku, – að ‘mainstream’ söngkona sem þessi sé að sulla yfir sig olíu, fá sér sleikjó, sígarettu og varasalva og hrista miðaldra rumpinn framan í mig, dóttur mína, vinkonur okkar og annað dannað millistéttarfólk meðan hún jarmar innihaldslaust textaþrugl af því amerískum yxna rappkörlum finnst það skemmtilegt.
Við erum ekki mikið fyrir þessa stemmningu. Og því segi ég…
Pass Jennifer. Pass á þinn rass. Þarna misstirðu alveg kúlið. Nú ertu lúði.
[youtube width=”625″ height=”525″]https://www.youtube.com/watch?v=nxtIRArhVD4#t=10[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.