Mig langar að benda á kvikmynd frá árinu 2006 sem er með þeim Nicole Kidman og Robert Downey Jr. í aðalhlutverkum. Myndin heitir “Fur” og fjallar um ljómyndarann Diane Arbus (fædd 1923) sem var einn af áhugaverðustu kvenljósmyndurum 20.aldarinnar.
Handritið er vel gert, byggt á bók eftir Patriciu Bosworth sem tekur sér skáldaleyfi. Frásögnin er þannig að maður fái tilfinningu fyrir lífi Arbus frekar en að fjalla um nákvæmlega lífshlaup hennar. Mér finnst kvikmyndin afar áhugaverð (enda fjallar hún um áhugaverðan ljósmyndara) og svo er hún flott og vel leikin.
Ég mæli með þessari mynd ef það á að hafa kósýkvöld á köldum haustmánuði.
Hér er trailerinn:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=iVd8RbFESw0[/youtube]Meira um Diane Arbus:
Diane fæddist með silfurskeið í munni og sagðist mest hafa þjáðst undan því að hafa aldrei mætt mótlæti.
Aðeins 13 ára gömul kynntist hún manninum sínum Allan Arbus og giftist honum 18 ára. Þau unnu saman sem ljósmyndarar innan tískubransans. Eftir að Diane hætti að vinna við hlið manns síns skildu leiðir þeirra. Allan hélt því fram að það hafi verið skilnaðurinn sem gerði Diane að alvöru ljósmyndara þar sem hann hefði aldrei getað stutt hana í því sem hún var að gera. Diane Arbus var fyrsti ameríski ljósmyndarinn sem sýndar voru myndir eftir á Feneyjartvíæringnum árið 1972, ári eftir að hún tók eigið líf.
Ennfremur mæli ég með því að fólk sem hefur áhuga á ljósmyndum kynni sér ljósmyndir eftir þennan óvenjulega ljósmyndara sem var barn síns tíma.
Hér eru nokkrar myndir:
Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.