Marina Abramovic listakona bauð gestum listasafnsins MoMa í New York upp á eina mínútu af þögn með sér.
Það sem hún vissi ekki var að Ulay fyrrum elskhugi hennar til margra ára væri mættur. Marina og Ulay áttu langt ástríðufullt samband á áttunda áratugnum þar sem þau ferðuðust um heiminn á húsbíl og stunduðu list sína.
Þegar þau komu að endastöð í sambandi sínu ákváðu þau að ganga Kínamúrinn, byrja á sitthvorum endanum og mætast í miðjunni til að faðmast í síðasta sinn og sjást aldrei meir, eða þar til Ulay mætti óvænt til að deila einni mínútu af þögn með Marinu sinni mörgum árum seinna.
Magnþrungin mínúta sem sjá má hér:
[youtube]http://youtu.be/OS0Tg0IjCp4[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.