Aron, Victor og Alexander, Emilía, Katrín og Sara eru þau nöfn sem nýbakaðir íslenskir foreldrar hrífast hvað mest af í dag.
Í dag var sagt frá því í útvarpsfréttum RÚV að Aron sé vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á síðasta ári og Emilía vinsælasta stúlkunafnið en þessi nöfn voru líka vinsælust árið 2011.
Emilía Ósk gæti þá orðið vinsælsta tvínefnið og Aron Þór ef þau allra vinsælustu eru sett saman en þessi nöfn hafa vermt fyrsta og annað sætið undanfarin ár. Ósk og Þór þá sem seinni nöfn.
Á vef Hagstofunnar segir einnig að þegar litið sé á allan mannfjöldann sé Jón enn vinsælasta nafnið hjá körlum, þá Sigurður og loks Guðmundur. Þetta eru sömu nöfn og voru vinsælust 2008. Guðrún, Anna og Kristín voru vinsælust hjá konum og voru það einnig fyrir fimm árum (og líklegast bara síðustu öldina, gott ef ekki).
Flest berum við líka tvö nöfn en vinsælustu samsetningarnar undanfarin fimm ár eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi.
Hjá konum voru vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín og þær voru líka vinsælastar fyrir fimm árum. Hér á Pjattinu erum við einmitt með eina Önnu Margréti og eina Önnu Kristínu.
Þú getur grúskað meira í mannanöfnum HÉR á vefsíðu Hagstofu Íslands. Gaman að þessu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.