Undanfarin ár hefur Halloween hátíðin verið að ryðja sér rúms hér á Íslandi.
Það er misjafnt hve mikinn metnað fólk leggur í búningana sína en við getum öll verið sammála um það að það getur verið alveg ofboðslega skemmtilegt að vera einhver allt annar í eitt kvöld.
Eftir að hafa verið í Bandaríkjunum á Halloween þá hef ég verið algör aðdáandi þessarar hátíðar og elska allt sem henni viðkemur en samt sérstaklega það að velja mér búning.
Meðfylgjandi eru nokkrar hugmyndir, misfrumlegar og misskemmtilegar… sem kannski gagnast.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.