Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þróun geti farið aftur á bak og að ofbeldi og kúgun gegn almenningi, og þá sérstaklega konum, aukist í stað þess að ástandið batni þegar komið er inn í 21 öldina.
Hið stríðshrjáða land Afganistan er gott dæmi um þetta en fyrir um 40 árum var menningarlífið blómlegt þar í landi og konur gátu leyft vindinum að blása um síða lokka, án þess að sæta refsingu.
Ég rakst á þessar myndir á forvitnilegri FB síðu sem miðar að því að upplýsa heiminn um það sem ‘raunverulega’ er að gerast í þessu landi og þar er myndaalbúm sem sýnir fortíðina í merkilegu ljósi. Þær sem hafa lesið hina frábæru bók Flugdrekahlauparann eftir Khaled Hosseini tengja eflaust en þar er skyggnst inn í undarlegan heim þessa hrjáða lands.
Það er merkilegt til þess að hugsa að fyrir ekki meira en um 40 árum hafi ungar afganskar stelpur staðið á hælaskóm í þröngum pilsum að kaupa sér plötur í verslunum landsins og vita svo hvað gengur á þarna í dag.
Sannarlega skrítinn heimur sem við lifum í…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.