Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þróun geti farið aftur á bak og að ofbeldi og kúgun gegn almenningi, og þá sérstaklega konum, aukist í stað þess að ástandið batni þegar komið er inn í 21 öldina.
Hið stríðshrjáða land Afganistan er gott dæmi um þetta en fyrir um 40 árum var menningarlífið blómlegt þar í landi og konur gátu leyft vindinum að blása um síða lokka, án þess að sæta refsingu.
Ég rakst á þessar myndir á forvitnilegri FB síðu sem miðar að því að upplýsa heiminn um það sem „raunverulega“ er að gerast í þessu landi og þar er myndaalbúm sem sýnir fortíðina í merkilegu ljósi. Þær sem hafa lesið hina frábæru bók Flugdrekahlauparann eftir Khaled Hosseini tengja eflaust en þar er skyggnst inn í undarlegan heim þessa hrjáða lands.
Það er merkilegt til þess að hugsa að fyrir ekki meira en um 40 árum hafi ungar afganskar stelpur staðið á hælaskóm í þröngum pilsum að kaupa sér plötur í verslunum landsins og vita svo hvað gengur á þarna í dag. Konum er haldið sem þrælum og þær eru látnar sæta óhugsanlega hræðilegum refsingum fyrir einföldustu hluti eins og t.d. bara að setja á sig naglalakk eða láta sjást í ökkla.
Það væri gott að geta gert eitthvað til að koma þeim til hjálpar. Ég veit að í Saudi eru aktivistar að reyna að hafa áhrif á málin þar en það gengur hægt og illa. T.d. fengu konur nýverið leyfi til að keyra bíla en það þora því fáar því þær eru undir svo stífu eftirliti. Tegundirnar af ofbeldi í garð kvenna í mörgum arabalöndum og samfélögum eru svo margar og óhugnarlegar að það er erfitt að koma orðum yfir það.
Ég skil ekki af hverju heimurinn hefur ekki séð tilefni til að reyna að stöðva þetta þrælahald af fullum krafti. Það er verr komið fram við konur en skepnur í mörgum löndum. Mikið vildi ég óska þess að eitthvað róttækt væri hægt að gera.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.