Dances For The Electric Piano, Hafnarhús, þriðjudag 3. febrúar kl. 20
Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari flytur verk Corys Arcangel, Dances for the Electric Piano í tengslum við sýningu listamannsins Margt smálegt í Hafnarhúsi.
Dances For The Electric Piano er píanósvíta í 24 þáttum sem skrifuð er fyrir Korg M1 hljómborð en það er þekkt fyrir píanóhljóm sem heyra má í ótalmörgum lögum danstónlistar.
Hver þáttur verksins er stutt og endurtekin píanó ,,riff” sem eru undir áhrifum frá píanóköflum sem voru áberandi í house og trance tónlist níunda og tíunda áratugarins.
SMELLTU TIL AÐ HLUSTA
Flutningur verksins Dances For The Electric Piano er hluti af tónleikaröð sem hófst í ICA London síðasta haust og fór þaðan í Berlínar fílharmóníuna, Metropolitan Museum of Art í New York og MUMOK í Vínarborg. Píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir flytur verkið á tónleikunum í Hafnarhúsi.
Aðgangseyrir 1.400 kr. Frítt fyrir handhafa menningarkortsins. Athugið að það er takmarkaður sætafjöldi og ekki er hleypt inn á tónleikana eftir kl. 8.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.