“Beauty is in the eye of the beholder” segir enskt máltæki en þetta þýðir að fegurðin liggi hjá þeim sem á horfir. Mér finnast þessar myndir af Reykjavík með þeim fallegustu sem ég hef séð.
Sú sem smellti af heitir Kristina og er free-lance ljósmyndari og grafískur hönnuður sem var hér á ferð með myndavélina sína og skellti sér í þyrluflugferð með mömmu sinni sem hún segir mikla ævintýrakonu. Kristina þessi býr í Brighton á Englandi og tekur líka myndir af brúðkaupum. Hún er með betri ljósmyndurum sem ég hef rekist á nýverið.
Yfirbragð borgarmyndanna minnir mig á brúðuleikhús í sjónvarpi, gamlar tékkneskar brúðumyndir sem sýndu litríka og móðukennda ævintýraheima. Reykjavík er yndisleg í augum Kristinu og reyndar nær hún að gera flest annað sem hún horfir á einkar fallegt. T.d verður Árbæjarsafnið mjög spennandi í hennar augum (hver hefði trúað því…?).
Kíktu á þessar frábæru myndir og prófaðu svo að tengjast Kristinu á Twitter eða fylgjast með blogginu hennar í framtíðinni.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.