Mannanafnanefnd hefur samþykkt nöfnin Þinur, Dúnn og Laugi. Þetta þýðir að nafnið Dúi Dúnn Diðriksson gæti dag einn birst í símaskránni. Vonum samt ekki.
“Gaman” að heita í höfuðið á æðadún… eða hvað? Stelpurnar mega svo heita Vagnfríður, Elly og Jovina (svaka fína).
Kvenmannsnafninu “Einars” hefur verið hafnað þannig að það er ekki hægt að heita Einars Elly – sem er kannski smá svekkjandi, ef þú átt t.d. pabba sem heitir Einar en vilt ekki vera Einarsdóttir. Hugsanlega ekki svo stórt vandamál.
Þið hafið eflaust flest heyrt um þroskaða grínið að segjast heita Kúkur, Rass eða Prump þegar maður pantar sér kaffi á Starbucks. Þetta grín gengur auðvitað ekki upp hérna en mér finnst fyndið að segjast heita t.d. Kormlöð Gná, Úa Dúa eða Ögn Dögg þegar ég panta mér eitthvað á Te og kaffi eða hringi eftir pizzu.
Ef þú ert karlmaður þá geturðu sagst heita Hildiglúmur Bambi, Hlöðmundur Hrappur eða Þangbrandur. Mæli með því! Þetta er allt mjög þjált og skemmtilegt og gaman að heyra ungmennin æpa þetta á kaffihúsum.
HÉR er meira um skemmtileg og furðuleg mannanöfn.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.