Leikkonan Melanie Griffith hefur sótt um skilað við hinn myndarlega Antonio Banderas en þau eru með langlífustu pörum Hollywood, hafa verið gift í 18 ár.
Hún segist mjög spennt fyrir lífinu sem bíður hennar eftir skilnaðinn, nú geti hún loks gert það sem hana langar til og enginn getur komið í veg fyrir það.
Melanie segist hafa helgað líf sitt hjónabandinu og fjölskyldu síðustu árin en nú sé komið að henni sjálfri.
“Á síðustu árum hef ég lifað fyrir fjölskylduna og þannig var það. Núna er ég algjörlega frjáls og því staðráðin í að gera bara það sem mig sjálfa langar til. Það er enginn að fara að stoppa mig,” sagði hún í viðtali við spænska tímaritið Lecturas.
Melanie, sem 17 ára stelpu að nafni Stella með Antonio, leikur alkóhólistann Sue í mynd sem nýlega kom út en myndin ber nafnið Thirst eða Þorsti. Hún segist hafa tengst karakternum í myndinni sérstaklega vel þar sem hún sjálf hefur glímt við alkóhólisma síðustu árin.
“Ég er alkóhólisti á batavegi. Hef verið að glíma við þetta vandamál síðustu fimm árin. Þannig að augljóslega náði ég sérlega góðri tengingu við þennan karakter.”
Ástæðan fyrir skilnaði þeirra hjóna er ósættanlegur ágreiningur en hún lagði fram pappírana nú í júní. Antonio neitar að ræða við fjölmiðla um málið og segir þau hafa komist að samkomulagi.
“Við Melanie urðum sammála um að ræða þetta ekki við fjölmiðla. Við gerðum samkomulag um þetta og því ætla ég ekki að ræða þetta mál og ekki orð um hana,” sagði hann í viðtali.
Flott hjá þeim enda gerir það eflaust illt verra að fara með málið í blöðin. Skilaður tekur nógu mikið á. En hvað með þetta tattú?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.