Mel B skrifaði undir eins milljón punda samning við X Factor (breska) þar sem hún mun verða dómari og vonandi krydda* upp þáttinn aðeins meira.
Hin fyrrum Kryddpía hitti Simon Cowell varðandi starfið og samþykkti að lokum skilmála hrokafulla en skemmtilega dómarans.
Hún fær hinsvegar minna borgað en meðdómari hennar, Cheryl Cole, sem kom aftur sem dómari í þættina en hún fær 500 þúsund pundum meira en Kryddpían.
Einnig verða þeir Louis Walsh og Simon Cowell dómarar í þáttunum og hefjast tökur á þeim í næstu viku.
„Mel B var fyrsta val Simon. Hann varð mjög hrifinn af henni þegar þau hittust og honum líkar hvernig hún er og hvað hún hafði að segja um þættina, hvað hún gæti gert til að gera þá enn betri,“ sagði heimildarmaður.
„Hún á eftir að segja það sem hún hugsar. Hún á eftir að valda fjaðrafoki og fá fólk til að hlæja sem er mikilvægt.“
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.