Undanfarnar vikur hef ég unnið að því að ritstýra blaði fyrir Félag íslenskra snyrtifræðinga.
Í gegnum starfið hef ég vitanlega orðið margs vísari í sambandi við störf þeirra en margir hafa ekki hugmynd um hvað það er í raun að vera snyrtifræðingur og rugla því starfsheiti saman við förðunarfræðinga.
Skemmst er frá því að segja að snyrtifræðing mætti eins kalla húðfræðing. Þær eru menntaðar í því að annast húðina, greina hana og gefa svo góð ráð eftir því sem við á.
Ég held því, að eins og hún Hafdís sagði í kommenti hér fyrir neðan, að það hljóti að vera mjög skynsamlegt að skreppa á stofu til snyrtifræðings til að fá greiningu á húðinni og hvernig ber að annast hana enda pæla þær í húð, átta tíma á dag, fimm daga vikunnar og hljóta þar af leiðandi að hafa eitthvað til síns máls.
Back to basics
Undanfarið hef ég hallast meira að því að líkt og með mat, þá hljóti gæði hráefnanna að skipta miklu þegar það kemur að kremunum sem maður ber framan í sig. Svo hef ég líka áttað mig á því að það eru nokkrir standardar sem gera húðinni gott.
Má þar nefna bæði lýsi (omega3), möndlur, vatn, andoxunarefni s.s. grænt te, c og e vítamín og fleira. Hvað varðar grunnefnin þá eru það ýmsar olíur, t.d. möndlu, paraffín og ólífuolía, retinol, hafrar og annað sem fólk virðist hafa búið til kremin sín úr í fleiri áratugi eða árhundruð.
Sjálf er ég með svona hálfgert debet kredit system í baðhillunni minni. Ég spandera í sumt en spara í annað. Til dæmis er ég með hreinsimjólk frá Nivea (800 kall) , augnfarðahreinsi frá Gamla Apótekinu (500 kr) en tóner frá Kiehls sem er sjúklega gott merki sem fæst því miður ekki hérlendis.
Ég nota líka andlits skrúbb frá Kiehls sirka tvisvar í viku. Dagkremið sem ég er að nota þessa dagana fékk ég hinsvegar hjá henni Katrínu sem flytur inn Guinot merkið en það er bara selt á snyrtistofum og þykir verulega fínt. Heitir Youth Renewing Skin Cream og gerir mann eins og barnsrass í andlitinu.
En lyktin gerði samt útslagið. Lyktin af þessu ágæta kremi er svo góð að ég verð happý þegar ég ber þetta á mig. Held það hljóti að vera einhverskonar aróma þerapía í gangi þarna. Og svo eru áhrifin góð líka.
Undanfarin misseri hef ég svo tekið upp á þeim huggulegheitum að bera maska í andlitið af og til og ætla ég mér að koma betur að þeim kafla síðar svo að þessi færsla verði ekki of löng.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.