Eitt af því sem okkar heppnu ‘meikóver’ dömur fengu að upplifa í tengslum við yfirhalinguna var meðferð og æðislegur gjafapakki frá snyrtistofunni Blue Lagoon Spa í Glæsibæ.
Snyrtifræðingarnir Anna María og Rósa húðgreindu þær Brynju og Huldu og gáfu þeim góð ráðum hvernig er best að annast húðina.
Fyrst var húð þeirra yfirborðshreinsuð, svo djúphreinsuð með skrúbb og gufu og því næst fengu þær andlitsnudd, maska, augnkrem, serum og að lokum dagkrem sem hentaði þeirra húðtegund. Þær voru einnig litaðar og plokkaðar á augnhárum og brúnum og að lokum voru þær leystar út með sérvöldum Blue Lagoon vörum.
Brynja var að vonum hæstánægð með meðferðina. Hún segist akkúrat vera á rétta aldrinum til að fara í svona meðferð og fá húðgreiningu:
“Ég hef aldrei áður hugsað neitt um húðina og því ég held að þrjátíu og fimm ára sé frábær aldur til að láta greina húðina og fá öll þessi góðu ráð. Maður er jú byrjaður að fá smá línur í kringum augun og taka eftir ýmsu sem ekki bar á áður.”
Brynja segist hrifin af Blue Lagoon vörunum enda hafi þær marga kosti umfram aðrar vörur:
“Ég fíla sko alls ekki allar snyrtivörur. Þoli til dæmis ekki snyrtivörur sem eru með mikilli lykt en af þessum vörum finnst mér bæði góð lykt og áferð. Umbúðirnar eru góðar rosalega þægilegt að skella þessu í íþróttatöskuna. Maður er ekkert að stressa sig á því að þetta brotni og svoleiðis og það finnst mér kostur. Undafarið hef ég svo verið að fara eftir leiðbeiningunum. Nota hreinsilínuna á kvöldin og í kvöld ætla ég að nota skrúbb og maska. Ég hef reyndar alltaf notað krem en ekki verið nógu dugleg að þrífa húðina og nota maska. Reyndar gæti ég ekki lifað án þess að nota krem. Eftir bað herpist húðin á mér og ég einfaldlega verð að nota krem. Rósa snyrtifræðingur upplýsti mig um að þessi tilfinning kæmi til með að bæði lagast og breytast um leið og ég legg mig fram um að þrífa húðina vel. Þá hreinsar maður reglulega í burtu dauðar húðfrumur og rakastig húðarinnar eykst jafnt og þétt.”
“Ég hef aldrei áður hugsað neitt um húðina og því ég held að þrjátíu og fimm ára sé frábær aldur til að láta greina húðina og fá öll þessi góðu ráð. Maður er jú byrjaður að fá smá línur í kringum augun og taka eftir ýmsu sem ekki bar á áður.”Hvernig fannst þér svo meðferðin, svona yfir það heila?
Hvernig fannst þér svo meðferðin, svona yfir það heila?
“Í fyrsta lagi fannst mér auðvitað frábært að fara í svona dekur en best fannst mér að læra svona mikið um húðumhirðu og fá þessa persónulegu húðgreiningu. Það er nauðsynlegt að fá svona góða fræðslu í því hvernig maður á að hugsa um húðina -svo fannst mér auðvitað algjör snilld að fá allar þessar æðislegu vörur! Já… svo upplifir maður sig auðvitað alltaf aðeins sætari þegar maður er búin í svona dekri!”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.