Þá eru liðnar nokkrar vikur frá því þær Hulda og Brynja voru valdar úr hópi hundruða lesenda til að vera með okkur í meikóver.
Meðal þess sem var í boði í tengslum við yfirhalninguna var klipping og litun hjá Salon Veh. Það voru þau Guðjón og Pála sérfræðingar hjá Salon Veh sem tóku dömurnar í sínar hendur og breytingin við það eitt að fara í klippingu og litun varð mjög mikil eins og sjá má á myndunum. Látum þau hafa orðið:
Pála um Huldu:
Hulda litaði sig sjálf heima, var komin með mikla rót og úr sér vaxna klippingu sem gerði ekkert fyrir hana. Ég byrjaði á að skoða vandlega hvaða hárlitir myndu fara hennar húð -og augnlit. Hana vantaði jarðbundnari liti svo að ég setti í hana hlýjan, mjúkan brúnan lit og fíngerðar strípur ofan á til að gera skemmtilega og mjúka hreyfingu. Hárið var of þungt að aftan miðað við hvað hún er með fíngert hár svo ég myndaði léttan “bob” og gerði mjúka bogalínu að aftan. Þá fékk hún meiri karakter á sig og varð miklu kvenlegri. Svo tjásaði ég örlítið við andlitið til að sýna heiminum hvað hún er falleg! Ramma andlitið inn.
Guðjón um Brynju:
Brynja kom afar venjuleg inn, með ólitað hár og það var í rauninni enginn klipping á henni. Hún var meiri týpa en þetta þannig að ég ákvað að klippa létta klippingu og frekar stutta, með þungum topp til hliðar til að gefa meiri karakter. Ég skoðaði húðlitinn hennar og skellti hlýjum súkkulaði brúnum tón yfir hana í skolinu, þannig fékk hún glans í hárið, skemmtilega hreyfingu og kúl klippingu. Brynja yngdist um fimm ár um leið og hún var búin, alveg stórglæsileg!
Kíkið á myndirnar…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.