Flest erum við meira eða minna upptekinn allann daginn og rúmlega það.
Margar konur eiga kannski tvö til þrjú börn, eiginmann og stórt heimili og eru í 100% vinnu með. Það krefst sannarlega mikils tíma að sinna þessu öllu og oft gleymir sú sem öllu sinnir því sem mestu skiptir – sjálfri sér. Ef við erum ekki í góðu lagi þá er annað það ekki heldur.
Við leggjum mikla áherslu á að koma öllu í verk á tilsettum tíma en gleymum að slaka á inn á milli. Þetta er nokkuð sérstakt því flestar konur vita að góð hvíld og góður svefn eru bestu fegrunarmeðul sem völ er á og þetta vildum við hafa með í dæminu þegar við fórum af stað með meikóverið.
Þær Brynja og Hulda meikóverdömur fengu að prófa FLJÓTANDI DJÚPSLÖKUN hjá Blue Lagoon Spa meðan þær unnu í því að verða sem sætastar.
Fljótandi djúpslökun er einstök upplifun en í henni fer viðkomandi í tank með sérstöku saltvatni sem gerir það að verkum að líkaminn flýtur í einskonar þyngdarleysi. Rökkur, eða falleg ljós, eru notuð til að mynda róandi stemmningu og slökunartónlist spiluð.
Brynja tekur undir þetta með að vera allt of upptekin í lífinu og í fyrstu fannst henni kannski aðeins of mikið að koma tvisvar sinnum í Blue lagoon Spa í tengslum við meikóverið. Einu sinni til að fara í andlitsbað og svo aftur í djúpslökun – Hvernig á maður að hafa tíma í þetta allt!? … en það er kannski einmitt málið. Af hverju ekki að eyða stundum tíma í sjálfa sig?
En hvað segir Brynja?
“Mér fannst þetta rosa skrítið og var ekki alveg að fíla þetta fyrst. Lá í hálfdimmu herbergi og vissi ekkert hvernig ég átti að vera. Svo steinsofnaði ég bara og eftir á leið mér alveg dásamlega. Ég náði að slaka alveg á frá höfði niður í tær. Maður þarf nefninlega ekkert að hafa fyrir því að fljóta í vatninu og mér fannst þetta bara algjörlega frábært. Svo fór ég í heita pottinn og slakaði enn meira á þar þegar ég var búin í djúpslökuninni.
Ég hugsa reyndar að það sé æðislegt að fara fyrst í slökunarnudd og svo í þetta. Það dýpkar örugglega áhrifin af nuddinu.”
Fljótandi djúpslökun er sirka sextíu ára gömul meðferð sem var þróuð af sérfræðingum í Bandaríkjunum. Víða erlendis er hægt að fara í slíkar meðferðir en Blue Lagoon Spa er eini staðurinn á landinu sem býður upp á þessa æðislegu meðferð sem meðal annars dregur úr streitu, verkjum, gigtareinkennum og stórbætir andlega líðan.
Lestu meira um þessa góðu og sérstöku meðferð HÉR (og athugaðu að þetta er líka snilldar jólagjöf fyrir stressaða karla 😉 )
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.