Brynja Dögg Ingólfsdóttir er önnur tveggja kvenna sem ætla í yfirhalningu með okkur Pjattrófum og er algjörlega til í slaginn…
Hún segist hlakka til að prófa þetta enda forvitnilegt að sjá hvernig viðbrögðin frá vinum og vandamönnum verði…
Við spurðum Brynju spjörunum úr…
Aldur, starf og hjúskaparstaða? 35 ára, umhverfisskipulagsfræðingur, í sambúð.
Áttu börn? Tvær stelpur, 15 og 16 ára og svo eina fósturdóttur 19 ára og hún á eina stelpu, 7 mánaða.
Af hverju langaði þig að vera með í meikóver? Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður festist svo í þessu sama. Það verður frábært að sjá hvernig aðrir sjá fyrir sér að maður líti vel út!
Hefur orðið breyting á því hvernig þú hugsar um útlitið? Já og nei, það er samt meiri tími til þess núna þegar stelpurnar eru orðnar svona stórar og maður er líka alltaf að læra eitthvað nýtt. Kannski hugsa ég betur um húðin núna en þegar ég var yngri.
Kaupirðu almennt mikið af fötum? Nei en þegar ég geri það þá kaupi ég oft mikið í einu.
Hvernig er þín daglega snyrtirútína? Á morgnana fer ég yfirleitt í sturtu, set á mig krem og svona og svo mála ég mig. Á kvöldin þvæ ég mér, nota stundum hreinsikrem og svoleiðis, næturkrem.
Notarðu reglulega maska eða spáirðu mikið í kremin þín? Nei, ekki reglulega en stundum, ég spái ekki mikið í kremin en kaupi oftast sömu tegund í langan tíma og breyti svo.
Ferðu á snyrtistofur? Já, stundum, ekki reglulega samt.
Áttu þér eitthvað fegrunarleyndarmál? Brosa og vera glöð, það er besta fegrunarmeðalið.
Ertu íhaldssöm þegar kemur að klippingum og hári? Nei, það held ég ekki, frekar bara hugmyndasnauð. Ég hef ekki litað mig í meira en 10 ár, það var sparnaðaraðgerð á sínum tíma þegar ég fór í nám en mér líkar það bara ágætlega, þessvegna verður mjög spennandi að sjá hvað hárgreiðslufólkið gerir.
Hvað með líkamsrækt, ertu dugleg að stunda hana? Er búin að vera dugleg síðastliðið ár en ekki núna síðustu þrjár vikur.
Hvað er markmiðið? Langar þig að missa einhver kíló? Markmiðið er að líða betur, sofa betur og vera hressari. Já og bætt þol er mjög mikilvægur hluti af markmiðunum. Vissulega liti ég betur út ef ég væri léttari en það er þá bara jákvæð aukaverkun ef þau fara eitthvað að fjúka…
Og mataræðið… hvernig er það og hvað mætti betur fara? Ég borða frekar hollt held ég almennt en er rosalega mikill sælkeri og finnst gaman að borða og búa til góðan mat. Það sem má betur fara er að ég mætti kunna mér hóf, ég borða s.s. oft allt of mikið. Ég þarf líka að læra á sælgæti, get einhvern vegin ekki staðist þá freistingu.
Skapa fötin konuna og á maður að passa sig að vera ekki “of fínn” eða er allt í lagi að leyfa sér smá glamúr á hverjum degi? Já, fötin skapa konuna. Maður má alltaf vera fínn og glamúr gefur bara lífinu lit. Manni líður líka bara betur ef maður veit að maður lítur vel út og er vel klæddur.
Hvað er þitt helsta pjatt? Ég alveg þoli ekki sorgarrendur undir nöglum og svo vil ég helst alltaf vera með lakkaðar táneglur, finnst það eitthvað nauðsynlegt. Það sama gildir um háhælaða skó.
Hefurðu notað aðhaldsfatnað áður? Já en ekki oft, mér hefur ekki þótt það þægilegt.
Heldurðu að þú verðir meiri pjattrófa eftir þetta? Já örugglega!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.