Hér er allskonar sem ég mæli með og finnst fallegt eða skemmtilegt. Stundum þarf ekki mikið til að búa til smá hamingju…
Litlar styttur
Ég elska litlar styttur – sérstaklega englastyttur, enda er ég að safna. Finnst gaman að finna fallegar gamlar styttur í Kolaportinu eða bara í Tiger. Nýjasti engillinn minn kostaði 300 kr í Tiger og er ótrúlega kjút.
_______________________________________________________________________
Vodka í vatni
Hljómar ógeðslega – en það er gott, ég lofa! Vodka, ískalt vatn, klaki og mikið af lime. Svalandi, ekki margar kaloríur og ódýrt!
_______________________________________________________________________
Ávaxtasalat
Um leið og þú ert búin að skera nokkra ávexti niður í bita eru þeir orðnir miklu girnilegri en að borða þá alla í sitthvoru lagi. Jarðaber, banani, perur og græn vínber er t.d ótrúlega gott saman. Svo eru ávaxtasalöt alltaf svo falleg.
_______________________________________________________________________
Tónleikar
Sumarið er tíminn þar sem tónlistin blómstrar. Það er alltaf svo gaman að kíkja á tónleika. Mjög oft frítt á tónleika, vertu dugleg/ur að fylgjast með á Facebook. Prófaðu líka að fara á tónleika með hljómsveitum sem þú þekkir ekki því það er alltaf gaman að kynnast nýrri tónlist.
_______________________________________________________________________
Graskerjafræ
Þau eru ótrúlega góð og holl! Bæði í salat og bara nasl á milli mála. Fást m.a í Hagkaup og eru frá Sollu. Og svo má rista þau á pönnu (þau poppast) og setja smá soja sósu yfir… namm namm namm. Full af zinki.
_______________________________________________________________________
Fóstbræður
Helga Braga, Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson og allir hinir. Þessir þættir eru algjör klassík og án efa fyndnustu íslensku þættir sem hafa verið gerðir að mínu mati. Orðnir nokkuð gamlir en ennþá jafn fyndnir. Ég meina , hver hefur ekki gaman af því að sjá borgarstjórann leika Adolf Hitler í karoke?
Nei ég bara spyr….
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.