Ég er ein af þeim sem fóru frekar seint af stað með pjattið en mæ ó mæ hvað mér hefur þótt þetta skemmtilegt… svona eftir að ég byrjaði.
Eitt af því sem ég sinnti lítið sem ekkert voru neglurnar. Ég er með exem sem gerir það að verkum að neglurnar eru ekkert í neinu ofsa stuði alltaf og þetta lét ég verða til þess að ég pældi aldrei í þeim sjálf…
En þegar ég kynntist “manicure” stofunum í USA þá lét ég alltaf snyrta þær og French lakka á 7-10 daga fresti. En ekki hérna heima. Hér heima var ég alltaf eins og verkamaður þar til fyrir nokkrum vikum að ég brá mér á Snyrtistofuna á Garðatorgi (þessi litla sem á auglýsinguna hérna uppi) og lét setja gel á neglurnar. Erna dúllaði við þetta og á meðan röbbuðum við m.a. um handsnyrtingu og kostnaðinn þar í kring.
Á Snyrtistofunni Garðatorgi kostar um 6000 kr að fara í svona handsnyrtingu. Dæmið endist í sirka mánuð sem gerir þetta að 1500 krónum á viku. Þegar ég var í BNA fór ég einmitt c.a. einu sinni í viku og borgaði c.a. 12-15 dollara fyrir skiptið. Þá var það í kringum 1000 kall og mér fannst ekkert eðlilegra.
Eftir að Erna setti gelið á gerðust síðan töfrarnir. Mínar eigin neglur uxu bara undir þessu og urðu alveg meiriháttar sterkar og flottar! Í kjölfarið fór ég að dútla við þær…pússa og græja, tók meira að segja kennslubók í handsnyrtingu á bókasafninu og er núna yfirleitt alltaf með voða, voða, voða fínar neglur.
Það skemmtilegasta við þetta finnst mér vera tilfinningin sem kemur með því að hafa vel snyrtar hendur. Þú verður svo mikil kisa. Svona “einkaritarakisa”… úber kvenleg og fííín. Ég fíla þetta í botn. Held ég detti seint verkamanninn aftur.
Ef þig langar að breyta um lífstíl og vera “kona með fallegar neglur” þá mæli ég 1000 sinnum með því að þú farir á stofu til að láta gera þetta í byrjun. Þú getur haldið áfram að koma á stofuna af og til eða tekið viðhaldið að þér sjálf og dottið svo aftur á stofuna ef þér finnst þörf á því. Hvað sem þú velur þá er þetta þess virði.
Eins og munurinn á að vera í ópússuðum og vel pússuðum skóm.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.