Meðmæli Pjattrófanna að þessu sinni snúa að heilsunni, maganum og húðinni en nú er akkúrat tíminn til að slaka á og endurnýja kraftana fyrir áramótin!
Skin Doctors Instant facelift
Langar þig að líta rosalega vel út á mjög stuttum tíma? Slétta úr hrukkunum og fá fallegan ljóma? Prófaðu þá að nota Instant Facelift frá Skin Doctors. Þú berð þetta á þig og bíður í nokkrar mínútur. Eftir smá stund sérðu að hrukkur og svitaholur hafa næstum gufað upp og þegar farðinn er komin á hefur þú aldei litið betur út. Verður sætust í áramótaboðinu með þessari andlitslyftingu sem tekur aðeins augnablik.
Kaffið á C is for Cookie
Kaffifíklar vita að það skiptir öllu máli að fá GOTT kaffi og það kann parið á C is for Cookie að búa til. Staðurinn opnar 9 á morgnanna og er á ská á móti Hótel Óðinsvé. Aðeins úr leið og einstaklega kósý. Skrepptu þangað milli þess sem þú skiptir vörum á Laugaveginum.
Sund og gufa á baðstöðum borgarinnar
Ein helsta heilsulind þjóðarinnar eru allar sundlaugarnar okkar. Það er fátt betra en að setjast í heitt gufubað í kuldanum og finna hitann fara alveg inn að beini. Öndunarveginn hreinsast, vöðvana slaka á og svitann boga af manni eftir allt hangikjöts og saltátið. Yndislegt, fáránlega ódýrt og algjör forréttindi.
Sushi á Toyko Sushi
Miðað við áhuga íslendinga á sushi eigum við eflaust eftir að verða mjög góð í þessu innan nokkurra ára. Með þeim bestu eru sushigerðarmennirnir á Tokyo sushi í Glæsibæ. Sérlega gott og fjölbreytt sushi í take-away bökkum. Staðurinn snyrtilegur og þjónustan fín (fyrir utan að þau taka ekki American Express kort. Mættu bæta úr því).
Bláa Lónið
Bláa Lónið er algjör perla, einn af bestu baðstöðum heims… Farðu þangað með þínum heittelskaða eða góðri pjattaðri vinkonu. Spjallið á leiðinni í bílnum, pantið Into the Blue kokteil á barnum, berið á ykkur þörungamaska og látið allt jólastressið fljóta úr ykkur í vatninu.
Enn betra er að fara líka í nudd og enda svo daginn á góðri máltíð á veitingastaðnum LAVA. Þið komið algjörlega endurnærðar aftur til borgarinnar!
Jólagrillpartý og/eða sushi Sjávargrillsins
Við Pjattrófur elskum alveg Sjávargrillið við Skólavörðustíg. Staðurinn er svo notalegur og skemmtilega hannaður og maturinn er algjör snilld. Þau bjóða upp á 16 bita sushi á innan við 2000 krónur í hádeginu, borið fram á mjög fallegum stórum diskum og einstaklega ljúffengt.
Svo er líka hið ofurgirnilega Jólagrillpartý á boðstólnum þeirra sem toppar öll jólahlaðborð landsins. Sama hráefni en nýjar aðferðir við matreiðsluna og hvernig það er borið fram.
Ef það stendur til að fara út að borða með hóp af fólki þá gefum við Jólagrillpartýi Sjávargrillsins okkar bestu meðmæli. Ótal réttir kosta í kringum 6-7000 kr á mann og svo má panta vínseðil með en þá ákveða kokkarnir hvaða vín á að koma með matnum og þér líður bara betur og betur með hverjum bita.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.