Finnst þér indverskur matur góður? Ertu ein af þeim sem þarf ekki að borða kjöt til að verða södd?
…Þá verður þú örugglega ánægð með liðsmenn veitingastaðarins Gandhi en þar er nú hægt að fá indverska grænmetisrétti á sérstökum miðvikudagsmatseðli.
Um er að ræða þrjá rétt sem eru hver öðrum betri og þetta kostar aðeins…
1.950 kr.
Indverjar eru meira eða minna grænmetisætur og því er mikil hefð fyrir matreiðslu á grænmeti þar í landi. Meira að segja annar kokkurinn á Ghandi er grænmetisæta svo óhætt er að segja að hann kunni sitt fag.
Sjálf kíkti ég þarna síðasta miðvikudag og fékk mér að smakka, fékk meira að segja að fara í eldhúsið og sjá hvernig maturinn er eldaður! Frábært að sjá naan brauðið þenjast út í tandoori ofninum. Réttirnir eru meiriháttar góðir og staðurinn er alveg með þeim mest kósý í bænum. Æðislega notalegur og þá sérstaklega í þessu skammdegi og kuldanum sem nú bítur okkur í tærnar.
Mæli með því að þið vinkonurnar kíkið saman í kvöldmat á Gandhi. Þetta er einn af mínum uppáhalds stöðum í bænum.
1. Aloo Masala
Kartöflur eldaðar í tómötum og turmeric
2. Kóríander Paneer
Heimagerð kotasæla með ferskum kóriander, hvítlauk, engifer og lauk… dásamlegt!
3. Blandað spínat með grænmeti
Kartöflur, gulrætur, hvítkál og grænar baunir í spínatsósu
4. Papadoms með Varu Tha Vachathu
Stökkir papadoms með kókoshnetu og kóríander gravy…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.