Hinn óviðjafnanlegi breski hátískuhönnuður Alexander McQueen lét fleira eftir sig en stórfenglegar flíkur. Skömmu áður en hann lést skapaði hann línu af handgerðum teppum fyrir fyrirtækið The Rug Company.
Teppin eru sex talsins og skarta fallegum teikningum og mynstrum eftir snillinginn. Þau eru sýnd á sérstakri vefnaðarsýningu sem var nýlega í Los Angeles en verður nú í Hong Hong þar til fjórtanda nóvember á Lane Crawford Pacific Place.
Smelltu til að stækka:
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.