Vantar þig góða hugmynd fyrir kósíkvöldið, barnaafmæli helgarinnar eða skemmtilegan millibita? Þá eru hér tvær góðar sem ég lofa að verður vel tekið, ekki síst af yngri kynslóðinni.
Eitthvað smátt, litríkt og fallegt en hollt og gott fyrir litla sem stóra munna.
Osta-jarðarberjapinnana og súkkulaðihjúpaða ananasbitana útbjó ég með smáfólkinu mínu og skellti á kökuhlaðborð á uppskeruhátíð íþróttafélagsins okkar á dögunum. Og það er skemmst frá því að segja: Pinnarnir hurfu á örskotsstundu!
Það sem til þarf er:
- ostur, skorinn í litla bita
- jarðarber
- ferskur ananas, skorinn í bita
- suðusúkkulaði, brætt
- tannstönglar
Held að hugmyndin þarfnist ekki frekari skýringa og myndirnar tali sínu máli –og þið eruð komin með hollasta og flottasta helgarnammið!
Rósa starfaði um árabil sem blaða- og fréttamaður lengst af hjá fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar. Hún hefur skrifað um mat og matargerð í ýmis blöð og tímarit, þar af í rúman áratug fyrir Gestgjafann. Rósa gaf út sína fyrstu matreiðslubók, Eldað af lífi og sál, haustið 2009. Nú starfar Rósa við ritstörf hjá Bókafélaginu og er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.