Fyrir nokkrum vikum opnaði nýr og æði dásamlegur veitingastaður við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn ber nafnið Tapashúsið og eins og nafnið gefur til kynnar er boðið upp á spænskættaða smárétti.
Óhætt er að fullyrða að Tapashúsið sé með skemmtilegustu veitingastöðum borgarinnar um þessar mundir. Allt frá innréttingum yfir í matinn er með þeim hætti að öllum getur liðið vel þar og þar fá allir eitthvað við sitt hæfi. Það skemmtilega við smárétti er líka að maður getur borðað allskonar rétti og bara mátulegt af hverjum og einum. Þannig getur öll fjölskyldan skellt sér saman, afi fær sitt kjöt, dömurnar létta rétti og meira að segja grænmetisæturnar geta valið úr röðum girnilegra rétta.
Best er að fara hægt í sakirnar, panta kannski 2-3 rétti og bæta svo við ef þig langar í meira. Sötra á drykknum og njóta stemmningarinnar. Við mælum með geitaostinum og bláberjunum, aspasréttinum, grillaða grænmetinu, humri og kótilett*ummmm….
Þjónustan er líka til fyrirmyndar og enginn sem bíður lengi eftir réttinum sínum.
Svo skemmtilega vill til að Tapashúsið býður þér að fá Tapasveisluna heim á aðventunni og ef þú smellir HÉR áttu möguleika á að fá heimsenda Tapasveislu fyrir 12 manns!
Væri það ekki algjör snilld svona í jólastressinu og fullkomin leið til að halda flott aðventupartý?!
Si si signora!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.