Sushi staðir spretta upp í Reykjavík eins og blóm í haga á sólríkum sumardegi og fólk slær um sig orðum eins og Nigiri, Maki, Wasabi og fl.
En hver er eiginlega munurinn á þessu öllu saman ? Er sushi ekki bara sushi ?
Ég fór í google ferðalag…
Maki
er upprúllað sushi fyllt með fisk eða grænmeti. Hrísgrjónin eru vafin með þangi (Nori) en svokölluð Kaliforníu rúlla er bæði með þang að innan jafnt sem utan. Á veitingarstöðum á Íslandi er ekki óalgengt að fá rúllurnar fyltar með túnfisk, lax, kjúkling eða krabba, ásamt avocado.
Nigiri
er ein af algengustu tegundinni af sushi en hrár eða eldaður fiskur er settur ofan á kodda af hrísgrjónum ásamt örlítið af wasabi.
Sashimi
er hrár fiskur skorinn niður í sneiðar um 2.5 cm á breidd, 3 cm á lengd og 0.6 cm á þykkt. Sashimi getur verið meðal annars túnfiskur, lax, kolkrabbi og smokkfiskur.
Þeir sem eru að byrja að borða sushi ættu að prófa að fá sér Nigiri með rækju þar sem hún er elduð. Það er lítið fiskibragð af þessari tegund. Einnig er gott að fá sér Maki með grænmeti, jafnvel mangó ásamt kjúklingafyllingu. Þeir sem eiga erfitt með að borða hráan fisk ættu ekki að fá sér Sashimi, bíða aðeins með það.
Ef þú ert með Sushi disk í fyrsta sinn fyrir framan þig, passaðu þig á þessu græna! Þetta græna er Wasabi og er það hrikalega sterkt! Það er aftur á móti nauðsynlegt að setja smá út í sojasósuna (svo meira þegar þú ert orðin vön) svo sushi bitarnir rífi vel í þegar þeir eru borðaðir, en maður dífir þeim ofan í sojasósuna. Á milli bitanna er gott að fá sér engifer sem fylgir alltaf máltíðinni.
Gott er að miða við 8 bita, en að sjálfsögðu fer það eftir svengd og magamáli hversu mikið þig langar í.
[poll id=”37″]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.