Ég bauð fólki í mat á gamlárskvöld aðalrétturinn var íslenskur lambahryggur með allskonar góðgæti. Ég hafði rækjukokteil í forrétt, en svona til að gera kvöldið aðeins meira spes, var ég með for-forrétt.
Mig langaði að bera for-forréttinn fram á nýstárlegan hátt og datt það snilldarráð í hug (sem ég stal frá Sjávargrillinu góða) að bera humarsúpuna fram í blómapottum.
…að sjá svipinn á kallinum þegar ég kom með þessa hugmynd, hann veinaði upp yfir sig – BLÓMAPOTTUM!
Ég æstist öll upp við þetta, fannst þetta sniðugra og sniðugra með hverri mínútunni sem leið og brunaði út í Blómaval að kaupa potta. Klukkutíma síðar voru komnir þessir fínu blómapottar inn á heimilið og kallinn var enþá með BLÓMAPOTTASVIPINN á andlitinu.
Haldiði ekki að þetta hafi ekki bara komið svona gasalega lekkert út og gestirnir héldu að þetta ætti bara að vera svona, þeim datt ekki einu sinni í hug að þau voru að borða ljúffenga súpu úr blómapottum.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.