Hvern langar ekki í súkkulaði-hnetusmjörsköku sem er lífræn og algjörlega unaðsleg á bragðið?
Pjattrófurnar fengu þessa geggjuðu uppskrift að láni hjá Sollu Eiríks ásamt smá fróðleiksmola um hnetusmjör.
Íslendingar eru hrifnir af hnetusmjöri. Jarðhnetur innihalda mikið af steinefnum og vítamínum og þrátt fyrir að þær séu mjög fituríkar er fitan að mestu leyti einómettuð. Sífellt fleiri neytendur kjósa „náttúrulegt” hnetusmjör eins og hnetusmjörið frá Himneskt sem inniheldur eingöngu jarðhnetur og 0,5% salt, hreinna verður það varla. Náttúrulegt hnetusmjör er hollara vegna þess að það inniheldur engan sykur og enga herta olíu. Transfitusýrurnar sem myndast þegar olía er hert að hluta til eru óhollar og fólk ætti almennt að forðast þær í mat.
Súkkulaðikaka með hnetusmjörskremi… tammtaramm…
Kakan
200 g lífrænt 70% súkkulaði
100 g kókosolía
100 g smjör
200 g hrásykur
5 egg
100 g lífrænt spelt
Bræðið súkkulaði, kókosolíu og smjör yfir vatnsbaði; á meðan þeytið þið saman egg og hrásykur í hrærivél. Þegar eggjablandan hefur fengið að þeytast í um 15 mín. bætið þið súkkulaðiblöndunni varlega saman við. Síðan sigtið þið speltið út í og blandið varlega saman. Setjið í smurt form og bakið við 180°C í um 20-23 mín. Takið út og kælið áður en þið setjið kremið á kökuna.
Kremið
3 dl hnetusmjör
1 dl agave-síróp
2 msk. kókosolía (í fljótandi formi, þið látið krukkuna liggja í heitu vatni í smástund)
1 msk. lífrænt kakóduft
1⁄2 tsk. kanilduft
1⁄2 tsk. vanilluduft/-dropar
Setjið allt í hrærivél eða matvinnslu- vél og maukið saman. Smyrjið á kökuna með sleikju. Skreytið með ferskum ávöxtum eða lífrænu kók- osmjöli.
Smelltu HÉR til að skrá þig á póstlistann hennar Sollu og fá allskonar uppskriftir og sniðugt einu sinni í viku.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.