Þegar ég fer að versla finnst mér fersku kryddjurtirnar í matvöruverslunum svo hrikalega girnilegar, Mér finnst einhver rómantík í því að hafa ferskar kryddjurtir í matnum mínum, svo verður hann líka svo fallegur með því að skella einu laufi ofan á réttinn. *mmmm*
Ferskar matjurtir er ekki alveg það ódýrasta sem maður kaupir í búðinni og svo þarf maður oft ekki á allri jurtinni að halda, þannig að ég ef oft lent í því að kaupa eina öskju, nota helminginn, svo hefur hinn helmingurinn eyðilagst mjög fljótlega inn í ísskáp. Þá verð ég ekkert sérstaklega glöð, þar sem mér finnst ég vera henda hundrað köllum í ruslið.
En! Mér var kennt svolítið sniðugt um daginn!
- Taka bolla eða glas af vatni.
- Setja því næst kryddjurtina í bollann/glasið.
- Setja yfir kryddjurtina “zip-lock” poka og loka.
- Þegar þetta er gert, myndast “gróðurhúsar” andrúmsloft inn í pokanum og jurtin dafnar og dafnar 🙂
Þessi sem er á myndinni er til dæmis sex daga gömul og er ekkert á leiðinni að gefa upp öndina! SNILLD! – Prófaðu þetta næst þegar þú kaupir ferska kryddjurt!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.