Hvernig smakkast signature sushi? Við Vala ákváðum að prófa þetta í gær og stukkum af stað inn á Sushisamba til að gæða okkkur á sérstökum signature sushirúllum úr smiðju hins japanska sushimeistara Shin Hara.
Með matnum gæddum við okkur á OROYA, sérvöldu japönsku ‘sushi’ hvítvíni, og auðvitað kom ‘trademark’ drykkur staðarins, Chili Mojito, á borðið áður en við vorum sestar.
Signature rúllur Shin Hara eru þrjár talsins og allar innihalda þær ýmist lax eða túnfisk. Rúllurnar heita Cucumber wrap, Torched Salmon og Hawaian Polki Roll. Þær eru hver annari betri en sú sem sló algjörlega í gegn hjá okkur var Torched Salmon rúllan.
Sú inniheldur meðal annars krabbasalat eða surimi, agúrku, avókadó, wasabi masago og engifer mayo og er útbúin þannig að laxinn er blásinn með eldi rétt áður en rétturinn er borinn fram.
Maturinn hreinlega bráðnaði upp í okkur og við skorum á eigendur staðarins að setja þessa á matseðilinn fyrir haustið!
Hinar rúllurnar voru líka dásamlegar og fyrir þær sem eru í heilsuátaki sem kallar á hvítt hrísgrjónabann er cucumber rúllan auðvitað algjör snilld. Pantaðu hana með wakame salati og sashimi og þú gengur alsæl með samviskuna í himnalagi heim.
Ef þú ert sushi nörd eins og við Vala er um að gera fyrir þig að festa sæti í dag, á morgun eða hinn en Shin Hara fer heim næsta föstudag og því eru rúllurnar á matseðlinum fram til fimmtudags.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.