Oft festist maður í því að gera alltaf sama salatið en ég prufaði þetta núna um daginn og það er himneskt… svo gott!
Það sem fer í salatið er svo sáraeinfalt:
- Nokkrir góðir tómatar
- Vínber, skorin í tvennt
- Ruccola
Salatdressing:
- 1. tsk. Hunang
- 1/2 stk lime (safinn)
- 2. msk. Ólífuolía
- 1.stk. hvítlauksrif (pressað)
- Smá klípa af salti
- Nýmalaður pipar
Þetta salat er gott eitt og sér en eins með góðu brauði. Samloka „on the side“ er líka vinsælt á mínu heimili. Þá ertu komin með léttan og góðan síðdegisverð á sunnudegi.
Njóttu vel!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.