Orkustangir er góður milli biti ef þig vantar orku á milli mála enda fullar af kornum og trefjum.
Hér er flott uppskrift að orkustöngum sem þú getur gripið með í vinnuna, skólann, sett í nestisboxið hjá börnunum eða boðið gestum.
Hráefnin sem þú þarft eru:
- 1 bolli hafrar
- 1/2 bolli kókosmjöl
- 1/2 bolli sólblómafræ
- ¼ bolli hveitiklíð – einnig hægt að nota hveitikím
- ¼ bolli af uppáhalds múslí eða sesamfræ
- ¼ bolli hörfræ
- ¼ bolli niðurskornar aprikósur
- ¼ bolli niðurskornar döðlur
- 1/3 bolli hunang – a.t.h að nota gott hunang
- 1.5 msk smjör
- ½ tsk vanilludropar
Þú byrjar á að setja kókosmjöl, sólblómafræ, hveitiklíð (eða hveitikím) og hörfræ í stóra skál.
Settu svo döðlur, apríkósur, hunang, smjör og vanilludropa saman í pott og hitaðu upp þangað til að döðlur og apríkósur bráðna saman við hunangsblönduna og þangað til að hunangið er farið að bubbla.
Næst hellir þú þurrefnunum í pottin og blandar við hunangsblönduna. Þegar áferðin er orðin að þínu skapi er öllu hellt á smjörpappír og mótað í einn stóran ferhyrning. Þrýst er á ferhyrningin til að fá slétta áferð, til dæmis er hægt að nota skurðbretti, hliðum er þrýst saman og þrýsta er ofan á þangað til að blandan er orðin þétt og helst vel saman.
Að lokum geymir þú blönduna inni í ískáp og leyfir henni að kólna, svo er skerðu blönduna í bita að þínu skapi.