Rosalega einfalt, fljótlegt og bragðgott!
Það sem þú þarft er:
- Eldfast mót
- Hrísgrjón
- Mexíkóskar pönnukökur,
- Sýrður rjómi
- Rauðlaukur
- Salsa sósa
- Ostasósa
- Nautahakk eða kjúklingur
- Dorritos snakk (þá tegund sem þér finnst best)
- Rifinn ost
…Ef þér finnst eitthvað annað passa við þá skaltu nota það líka.
Þú byrjar á því að setja hrísgrjón neðst í fatið, næst setur þú pönnukökur ofan á hrísgrjónin, svo fer sýrður rjómi og hakk eða kjúklingur yfir pönnukökuna og pönnukaka yfir það. Svo er sett salsasósa, dorritos snakk og rauðlaukur, pönnukaka yfir og að lokum yfir pönnukökuna er sett ostasósa og rifinn ostur.
Ofninn er stilltur á 180 gráður og rétturinn er hitaður í u.þ.b. 15 mínútur eftir að ofninn er orðin heitur.
Það passar vel við réttin að skera niður grænmeti og hafa sem meðlæti.