Jólamolar Önnu Mörtu
Þessir gerast ekki einfaldari og svo eru þeir undursamlega bragðgóðir líka.
Þú getur prófað þig áfram og bætt einhverju út í, við mælum með t.d. oggulitlu Baileys, Grand eða einhverju öðru gotteríi. Þetta þarf ekki að vera alveg svona hollt!
INNIHALD
70% súkkulaði
1 tsk lífrænt kakó eða eftir smekk
1 tsk kókosolía eða eftir smekk
AÐFERÐ
Allt brætt saman í vatnsbaði.
Smyrðu svo þunnu lagi á smjörpappir og dreifðu yfir hollustugotteríi á borð við gojiber, kókosflögur, sesam fræ, muldum hnetum og möndlum, trönuberjurm, hvítum súkkulaðispæni eða hverju sem hugmyndaflugið leyfir! Tilvalið að gera þessa um helgina!
Gott að geyma í frysti.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.