Ég hef oft verið að velta fyrir mér hvaða bragð það er sem ég finn af hrísgrjónum þegar ég fer á indverska veitingastaði en einhverra hluta vegna hef ég ekki reynt mikið að komast að því hvaða krydd það er sem kokkarnir nota.
Í vikunni fór ég á matreiðslunámskeið hjá matreidslunamskeid.is/ þar sem ég lærði trixið en ég mun fjalla betur um námskeiðið á næstu dögum.
Áður en ég geri það langar mig að deila með þér hvað þú gætir prófað til dæmis í kvöld með kjúklingnum.
Með hrísgrjónunum brýtur þú tvær heilar kardimommur (fleiri ef þú ert kardimommu sjúk) og setur út í hrísgrjónin áður en þú byrjar að sjóða þau en heilar kardimommur fást t.d. frá vörumerkinu Pottagöldrum. Ef þú vilt fá annan lit á grjónin þá er sniðugt að setja turmeric út í, svona til að brjóta upp á hversdagsleikann.
Prófaðu, ef þér líkar ekki bragðið, þá bara gerir þú þetta aldrei aftur 🙂
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.