MATUR: Karamellu ostaköku ídýfa – Fljótlegasta gotterí í heimi!

MATUR: Karamellu ostaköku ídýfa – Fljótlegasta gotterí í heimi!

Þessi ljúffenga ídýfa er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana.

Að blanda saman osti, karmellu, kexi og eplum er hrein unun.

Það sem er einnig mjög gott við þessa uppskrift er að þetta tekur ekki meira en fimm mínútur að útbúa. Snilldin ein!

Það sem þú þarft til að útbúa þessa unaðslegu ídýfu er:

  1. Ein dós rjómaostur (kaldur)
  2. 1-2 dl karamellu íssósa (helst köld)
  3. Hafrakex (ég nota frá Frón)

Þú einfaldlega hrærir ostinn og karamellusósuna saman með handþeytara í mínútu eða svo eða þar til osturinn verður mjúkur og léttur.

Skellir kexinu í lítinn plastpoka og mölvar það í eins smá bita og þú getur (gott að nota eitthvað áhald til að rúlla yfir pokann).

Skerð niður eplin og rétturinn er tilbúinn! Auðveldara getur þetta ekki verið og þetta er bara nammi namm… Fullkomið fyrir stelpukvöldið!

Ostaídýfuna máttu auðveldlega geyma í ísskáp í allt að viku. Auðvitað er hægt að nota fleiri tegundir af ávöxum en epli, bara láta hugmyndaflugið ráða! Njóttu vel

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest