Það er í algjöru uppáhaldi hjá mér núna að fá mér Skyr.is með vanillu eða hrært eintómt skyr, hella mér upp á einfaldan espresso, kæla smá og blanda svo saman við skyrið *mmmmm*
Ég læt það ekki duga heldur set ég heslihnetur ofan á og þegar ég er að borða þetta þá finnst mér ég vera borða sælgæti! Svo er ekki verra að með þessu er ég að fá bragðbætt skyr án þess að troða út í það þúsund kílóum af sykri.
Sniðug leið ef þú ert komin með leið á eintómu skyri!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.