Hver elskar ekki súkkulaði? Og hvað þá ‘franskar’ súkkulaðikökur sem innihalda ekkert hveiti?
Þessi er fullkomin fyrir þær sem fá svokallaðan ‘hveitimaga’
INNIHALD:
- 1 bolli af ósöltu smjöri, skorið í teninga
- 1/4 bolli ósætt kakó
- 1 1/4 bolli rjómi
- 220 gr dökkt súkkulaði – eitthvað gott, gjarna lífrænt
- 5 stór egg
- 1 bolli hrásykur
- 1/2 sýrður rjómi
- 1/4 bolli flórsykur
AÐFERÐ:
Hitaðu ofninn upp í 175. Smyrðu 22 cm kökuform með smjöri og stráðu kakói í botninn.
Bræddu smjörið í 1/4 bolla af rjóma á mjög lágum hita þar til smjörið er bráðnað. Bættu súkkulaði út í og hrærðu þar til það bráðnar líka. Taktu af hitaum.
Hrærðu saman eggjum, sykri og kakó og bættu svo súkkulaðiblöndunni samanvið. Helltu í formið og bakaðu í 35-40 min. Kældu svo í forminu í klukkustund.
Renndu hníf hringinn í kringum kökuna í forminu og losaðu varlega.
Þeyttu saman restina af rjómanum saman við sýrða rjómann og flórsykurinn þar til þetta verður mjúkt eins og skýhnoðri.
Stráðu smá flórsykri yfir kökuna til skrauts og berðu fram með rjómablöndunni eða bara venjulegum þeyttum rjóma.
Yfirnáttúrulega gott með kaffibolla, rauðvínsglasi eða bara kaldri mjólk. Þú velur!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.