Margar byrja að undirbúa næsta barnaafmæli áður en það síðasta er búið!
Það er bara svo gaman að búa til eitthvað flott og gleðja börnin sem eiga afmæli og sem koma í afmælið – já og auðvitað fullorðna fólkið líka.
Innan um afmæliskökuna og allt það gómsæta sem er á borðinu er oft gott að hafa eitthvað svona í hollari kantinum til að narta í, svo er annað mál að fá börnin til að smakka á því þegar litríkar kökur eru á boðstólnum.
Hér er hugmynd:
Kaupið ísbrauð-form í næstu ísbúð og fyllið þau af rúsínum, döðlum, þurrkuðum ávöxtum, poppi og jafnvel Cherrios fyrir þau allra yngstu.
Svo er hægt að skera niður ávexti og fylla brauðin með þeim. Oft fást líka flottir tannstönglar (t.d. lítil sverð sem greinilega gera ávextina mun meira spennandi á mínu heimili) sem hægt er að nota bæði til að borða ávextina með og til að skreyta.
Snilldarhugmynd og auðveld lausn sem hægt er að útfæra á margskonar vegu!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.