Eins og lesa mátti í gær gerði ég mér næstum sykurlausa rabarbarasultu og þar sem ég átti töluvert af henni fór ég á vef Cafe Sigrúnar og fann mér holla uppskrift af hjónabandssælu.
- 200 g rabarbarasulta
- 100 g heslihnetur, þurrristaðar, afhýddar og malaðar
- 50 g cashewhnetur eða möndlur, þurrristaðar og malaðar
- 50 g spelti
- 170 g haframjöl
- 60 ml agavesíróp
- 4 msk kókosolía (mjúk en ekki fljótandi)
- 4-5 msk vatn
- 1 tsk matarsódi
- Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt)
Hljómar þetta ekki vel! A.m.k. miklu hollari útgáfa af sælunni en ég er vön að gera en svei mér þá ef það er bara ekki hægt að borða þessa köku í morgunmat hún er svo næringarík.
Bökunartími kökunnar er 180°C í 20 mínútur en nánari útfærslu er hjá að lesa á vef Cafe Sigrúnar hjá uppskriftinni Hjónabandssæla
Ég mæli með þessari uppskrift. Það tekur ekki langan tíma að gera kökuna (þegar maður er búinn að gera sultuna), hún er holl, hentar þeim sem eru með mjólkuróþol þar sem hún er mjólkurlaus og er stútfullt af C vítamíni og öðrum næringaefnum.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.